146. löggjafarþing — 13. fundur,  22. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[21:22]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál fékk ekki nógu góða umræðu enda mjög stórt, mjög flókið og margt í því. Það var ekki tekið nógu vel tillit til afstöðu þeirra sem verða fyrir kjaraskerðingu vegna þessa máls. Að mínu mati var líka hvorki tekið nægilega mikið tillit til efnahagslegra forsendna né ýmissa annarra atriða sem skipta miklu máli.

Þetta eru vinnubrögð sem við ættum ekki að temja okkur þannig að ég vildi gjarnan að við gengjum miklu hægar í svona máli í framtíðinni. Ég á ekki von á að það verði stöðvað að sinni en það væri afskaplega æskilegt.