146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:01]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir svarið. Það var gott eins og ég vissi að það yrði.

Til viðbótar vil ég benda á að áætlaður hefur verið umtalsverður kostnaður sem felst í innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. En jafnframt hefur verið kynnt að ætlunin sé líka að fara að taka upp starfsgetumat og breytt lífeyriskerfi fyrir öryrkja. Þar eru að sjálfsögðu fatlaðir einstaklingar líka sem treysta á alla sína framfærslu úr almannatryggingum.

Gróft kostnaðarmat hefur verið á bilinu 2–5 milljarðar við það að fara í þær breytingar sem nú liggja fyrir varðandi starfsgetumatið og breytt lífeyriskerfi. Má þá líka túlka það þannig að þeir fjármunir muni finnast fyrir árið 2017 til að tryggja framfærslu fatlaðs fólks?