147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[14:00]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Eiginlega allir þeir þingmenn sem hér eru inni ætla að gefa kost á sér fyrir næstu kosningar. Þeir eru að fara í atvinnuviðtöl við þjóðina og biðja þjóðina um að treysta sér til þess að gæta að hagsmunum hennar. Þið sem eruð að biðja um það ætlið ekki að treysta þjóðinni fyrir að breyta stjórnarskránni. Þvílík hræsni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)