151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

einstaklingar sem vísa á úr landi.

[11:03]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta rýra svar. Ég er engu nær um það hvort hæstv. ráðherra er ljóst hvernig þessum málum er farið.

Ég vil líka nefna annan vinkil. Fólki í þessum kringumstæðum er hættara við mansali, við því að verið sé að hýrudraga það o.s.frv. Þess vegna spyr ég ráðherra aftur hvort ekki standi til að gera gangskör í að efla eftirlit þannig að þessir aðilar séu ekki á þennan ólöglega hátt á Íslandi.