151. löggjafarþing — 22. fundur,  18. nóv. 2020.

undirritun samnings um byggingu skrifstofuhúss Alþingis.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Það er forseta ánægja að geta þess að í dag var undirritaður samningur við ÞG verktaka um þriðja áfanga byggingar fimm hæða skrifstofuhúss á Alþingisreit. Undir samninginn rituðu forseti Alþingis og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri fyrir hönd Alþingis og fyrir hönd verktaka Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verktaka. Sjálfar byggingarframkvæmdirnar, þ.e. uppsteypa hússins, hefjast innan skamms og verklok eru áætluð á fyrri helmingi ársins 2023. Það er ástæða til að óska öllum viðkomandi til hamingju með daginn og ekki síst þeim alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis sem koma til með að njóta í framhaldinu þeirrar stórbættu aðstöðu sem húsið mun bera með sér.