151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

rannsókn kjörbréfs.

[13:42]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá starfandi formanni Pírata um að Helgi Hrafn Gunnarsson, 3. þm. Reykv. n., geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Því er óskað eftir að í dag taki Sunna Rós Víðisdóttir sæti á Alþingi en hún er 3. varamaður á lista Pírata í kjördæminu. 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll og 2. varamaður á lista situr þegar á þingi.

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Sunnu Rós Víðisdóttur. Jafnframt hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundað til þess að fjalla um kjörbréfið.