151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:34]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur, þetta er verulega góð tillaga. Hér er m.a. lagt til að veittar verði 30 milljónir til að efla atvinnu- og menntunarúrræði á Suðurnesjum. Við þekkjum öll stöðuna sem þar er. Ríkisstjórnin hefur fyrir nokkru samþykkt að setja þurfi á fót menntanet í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu. Fyrirhugað er að ráðstafa 300 milljónum til að kaupa þjónustu af menntaneti á Suðurnesjum til að efla náms- og starfsúrræði fyrir atvinnuleitendur á svæðinu. Stofnframlag og kostnaður við rekstur netsins gæti orðið í kringum 70 millj. kr. á næstu þremur árum eins og fram kemur í ítarlegu nefndaráliti meiri hlutans. Hér er einnig talað um verkefni eins og Nám er tækifæri og fleiri mjög góð verkefni.