151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

skráning einstaklinga.

207. mál
[14:44]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Þetta mál er réttarbót fyrir hóp sem fékk lengi ekki nokkra aðstoð í þrengingum sínum, þ.e. foreldra barna sem fæðast andvana eða látast á meðgöngu. Þessi hópur var lengi vel mjög einangraður og hafði í sjálfu sér ekki í nein hús að vernda, hvorki með sorg sína né byrði. En nú er sem betur fer, herra forseti, verið að laga til í þessum málum. Nú eru þau börn sem fæðast andvana eða látast sem fóstur viðurkennd sem einstaklingar. Það er mikils virði fyrir bæði þau og þá sem að þeim standa.

Ég fagna þessu og segi já.