151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

beiðni um umræðu um sóttvarnaaðgerðir.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vísar til þess að við höfum um allmargra vikna skeið verið með reglubundna skýrslugjöf um Covid-ráðstafanir eða Covid-aðgerðir og sóttvarnaaðgerðir. Reyndar hefur slík skýrslugjöf ekki farið fram í þessari viku og féll reyndar niður í síðustu. En það er sjálfsagt mál að taka það til skoðunar hvort við finnum einhvers staðar tíma fyrir slíkt áður en þing lýkur störfum. Það var ætlunin að það gerðist á morgun samkvæmt starfsáætlun, svo því sé til haga haldið. Á morgun er síðasti dagur þings fyrir jól. Það mun ekki nást og væntanlega mun a.m.k. föstudagurinn bætast við. En þetta verður skoðað.