151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:38]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og stundum áður elta samfylkingarflokkarnir á Alþingi allir sama sjúkrabílinn sem kastar ryki í augun á neytendum yfir þessu máli og lætur sem þetta sé einhver óheyrilegur baggi. Frelsisfáni Viðreisnar fellur alltaf í búðardyrunum fyrir honum vegna þess að þar er alltaf tekið út fyrir sviga að það er 60% eignaraðild og markaðshlutdeild eins fyrirtækis á Íslandi. Og ef Viðreisn væri eitthvað niðri fyrir um að auka hér samkeppni og frelsi þá myndu þeir koma fram með alvörutillögu um breytingu á samkeppnislögum og samþjöppun. (Gripið fram í: Það liggja fyrir …) En það er ekki gert. Þeir koma hér (Gripið fram í.) og menn troðast og menn troðast. (Gripið fram í.) Þetta er erfitt og menn troðast hver um annan þveran til að elta sama sjúkrabílinn, eins og lögfræðingar gera í Ameríku. Þetta er bágt, herra forseti, þetta er bágt. (Gripið fram í: Já, er það ekki?)