151. löggjafarþing — 57. fundur,  18. feb. 2021.

breyting á menntastefnu með tilliti til drengja.

[13:36]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar og já, það er ætlun þess sem hér stendur að leggja fram breytingartillögur varðandi þessa stefnu. En það er annað mál sem mig langaði líka til að vekja athygli á. Það kom hópur ungs fólks fyrir nefndina sem hafði lagt fram afar athyglisverða umsögn um þessa stefnu. Þar kom m.a. fram vöntun á kennslu í fjármálalæsi, vöntun á starfskynningum, vöntun á kynfræðslu, vöntun á lífsleikni, sem sagt færni á breiðu sviði. Þetta unga fólk setti skoðanir sínar fram á mjög hispurslausan og vandaðan hátt. Það var fengur að því.

Því verð ég að spyrja hæstv. ráðherra að því líka hvort þarna verði tekið á. Það er alveg greinilegt að þarna vantar kafla í stefnuna eins og hún lítur út núna. Ég ítreka: Hyggst ráðherra breyta þessari stefnu í meðförum þingsins eða vill hún treysta á menn eins og þann sem hér stendur til að gera það fyrir sig?