151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

barnalög.

11. mál
[12:53]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti Ég tek undir með öðrum sem talað hafa hér, þetta er mjög gott og mikilvægt mál og ánægjulegt að við séum komin á þennan stað til að jafna stöðu barna og foreldra. Vissulega ákvað meiri hlutinn að afgreiða málið með þeim hætti sem liggur fyrir en mér fannst hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fara ágætlega yfir það í sínu máli, og fleiri. Nefndin ræddi þessi atriði í þaula, m.a. um hjálpartæki og annað, og við töldum að tíminn væri nægur, gildistakan er í janúar 2022, til að önnur ráðuneyti sem koma að þessari framkvæmd hafi tíma til að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi allra. Þar af leiðandi mun ég ekki styðja breytingartillögu minni hlutans.