151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[16:28]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Það sést einna best í nefndarálitinu sem fylgir þessari tillögu hvað hún er rýr í roðinu. En nefndarálitið, eins gott og það er, nær ekki að laga þessa tillögu sem er í meginatriðum umbúðir utan um ekki neitt. Tillagan er ekki sá vegvísir sem við þurfum til að bæta menntakerfið okkar, sem er illa statt að mörgu leyti, og hún er ekki það leiðarljós sem við þurfum akkúrat núna til að gera menntakerfið okkar betra. Þess vegna er ekki hægt að standa að samþykkt þessarar stefnu, hún er umbúðir utan um nánast ekki neitt. Við Miðflokksmenn sitjum hjá við þessa afgreiðslu.