151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[19:56]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti mælist til þess að þingmenn vandi sig þegar þeir tala um afstöðu annarra þingmanna með ólíkar skoðanir og láti ekki að því liggja að þeir stjórnist af annarlegum sjónarmiðum eða hvötum og að þeir séu ekki meðvitaðir um ábyrgð sína, hvort sem það snýr að stjórnarskrá eða öðru. Ýmis fullþung orð hafa fallið að mati forseta í þessari umræðu en hann tekur fram að þar er ekki bara átt við síðasta ræðumann.