151. löggjafarþing — 93. fundur,  11. maí 2021.

tilkynning.

[13:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill jafnframt upplýsa um fundahald í dag, að reikna má með því að það verði samtals þrír þingfundir. Helgast það af því að til stendur að freista þess að gera að lögum í dag það mál sem útbýtt var og forseti nefndi áðan. Á fyrsta fundi verða, auk starfa þingsins og sérstakrar umræðu, atkvæðagreiðslur. Má ætla að farið verði niður að máli 17 á dagskránni. Þá verður því frestað sem eftir stendur og það tekið út af dagskrá og settur nýr fundur með því frumvarpi sem forseti nefndi áðan og snýst um brýnar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Og loks er það þriðji fundurinn þar sem til stendur að freista þess að gera það mál að lögum og þá haldið áfram við eftirstæða dagskrá eftir atvikum.