151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

svar við fyrirspurn.

[13:48]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti stendur á rétti þingmanna og innir eftir svörum o.s.frv. En forseti bendir á að hv. þingmenn hafa mörg færi á því að eiga slík samtöl við hæstv. ráðherra milliliðalaust, og þurfa ekki endilega að fara í gegnum forseta með það, t.d. ef dráttur er á svörum frá ráðherrum sem akkúrat á sama degi sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þá er upplagt að nota það færi á ráðherrana. (Gripið fram í: Nema maður verði undir í baráttunni við að fá pláss.) — Forseti getur gert það sem hann getur gert en ekki meira en það. Forseti getur ekki séð um að öll stjórnsýsla landsins og miðanna sé í fullkomnu formi.