151. löggjafarþing — 111. fundur,  10. júní 2021.

um fundarstjórn.

[10:34]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka góðar undirtektir forseta við að taka þetta mál á dagskrá og ef það verður í júlí þá er okkur ekkert að vanbúnaði. Nóg er nóttin, sagði draugurinn. Við höfum nógan tíma til að vinna þau verk sem við viljum. Ég segi aftur að afdrif þessa máls í fyrra hljóta að gera menn hugsi nú þegar enn einu sinni er verið að semja um þinglok, þ.e. ef efndir eru ekki eins og lagt var upp með. Ég hvet hæstv. forseta til að taka þetta mál á dagskrá. Ég hef ekki trú á því að það verði svo langar eða miklar umræður um það að það tefji þingstörf. Ég fer því góðfúslega fram á það og ánýja það að þetta mál verði tekið á dagskrá með afbrigðum.