Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[20:05]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristrún Frostadóttir) (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. nefndarformanni svarið en vek samt athygli á því að þessir 8 milljarðar eru bara ramminn. Það er sem sagt búið að taka ákvörðun, með þessari stefnu, um að nýta ekki allan hagvöxtinn almennilega vegna þess að við ætlum að fara svo hratt í skuldastöðvunina. Þetta er því bara svigrúmið eins og staðan er.

Þar sem það er önnur hlið á þessu langaði mig í þessu samhengi að spyrja hv. formann fjárlaganefndar um tekjuhliðina. Það er talað um neysluskatta, til að mynda í greinargerðinni með þessari þingsályktunartillögu. Þetta eru flatir skattar, þetta eru mjög ójafnir skattar. Hugnast hv. nefndarformanni þessi skattlagning eða tekur hún undir með hæstv. viðskiptaráðherra sem vill, svo að dæmi sé tekið, fara í hækkun bankaskatts? Eru einhverjar aðrar tekjulindir sem hv. nefndarformaður myndi frekar vilja líta til en þessir neysluskattar sem hamrað er á í greinargerðinni?