Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:18]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er mjög mikilvægt að efla og styrkja möguleika á fjarvinnu. Auðvitað unnu margir heima á þessu tímabili mun lengur en góðu hófi gegnir og voru of einangraðir í vinnu sinni vegna þess að þeir höfðu ekki valið. Þess vegna er valið svo mikilvægt.

Það sem mér finnst hins vegar sorglegt, það sem maður er aðeins að upplifa í dag, er að vinnustaðir þar sem fjarvinna gekk vel og fólk sinnti sínum störfum og maður fann að fólk upplifði minna stress vegna fjarveru frá heimili og annað slíkt — í sumum tilvikum, ég get ekki talað nema um það sem ég þekki, er búið að skrúfa fyrir þetta og fjarvinnan bara engan veginn í boði. Mér finnst það sorgleg þróun að ekki sé hægt að fara bil beggja. Ég vona bara að umræðan hér á Alþingi og vinna í kringum þetta verði til þess að opna umræðuna aftur og auka möguleikana á ný.