Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[22:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Hér við 3. umr. um fjáraukalagafrumvarp geri ég í örstuttu máli grein fyrir lítilli breytingartillögu sem er fyrst og fremst tæknilegs eðlis, þ.e. að við færum til framlag sem nefndin gerði tillögu um við 2. umr., um 77,3 millj. kr. Við færðum það einfaldlega á vitlausan lið í tillögu okkar og erum hér að gera millifærslu en gerð er nánari grein fyrir því í breytingartillögunni sem dreift hefur verið. Í stuttu máli kemur framlagið til vegna fræðslumála, vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Það lenti einfaldlega á vitlausum lið í breytingartillögum í 2. umr. og við gerum tillögu um að það færist til mennta- og barnamálaráðherra hér við 3. umr.