Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:13]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég tel að barnafjölskyldur í landinu muni gleðjast við þessar miklu breytingar sem er verið að gera á barnabótakerfinu. Það er verið að einfalda það, hækka skerðingarmörkin svo að 2.900 fjölskyldur munu bætast í hópinn. Það er verið að koma með samtímagreiðslur og þetta er gott innlegg fyrir kjör barnafjölskyldna í landinu. Ég tel að það sé enginn vafi á því og mér finnst slæmt að verið sé að tala þessar framfarir niður. Við hefðum verið að lengja fæðingarorlofið undanfarin misseri svo að allt er þetta í þá áttina að styðja við barnafólk í landinu. Ef ég væri aðeins yngri myndi ég fara í það að eignast mitt fimmta barn.