153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

staða byggingarrannsókna og nýsköpunar.

[15:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég tel að hreinlega þurfi á þjóðarátaki að halda til þess að tryggja byggingarrannsóknir, t.d. gagnvart myglu- og rakaskemmdum. Þetta er auðvitað bara mikið þjóðarböl. Við þekkjum í skólum landsins vítt og breitt og í húsum hið gífurlega heilsutjón sem hefur orðið af þessu, fyrir utan fjárhagstjónið. Ég tel að byggingarrannsóknir sem snúa að þessum verkefnum falli ekkert endilega alltaf að samkeppnissjóðum. Áður fyrr voru þetta rannsóknir sem féllu ekki endilega inn í það samkeppnisumhverfi. Við þurfum að tryggja fé til þessara rannsókna, það er gífurlega mikilvægt og líka er mjög mikilvægt að tryggja aukna fjármuni, eins og var rætt og talað um og kom fram í umfjöllun um þetta mál og ný lög um opinberan stuðning við nýsköpun — að auka fjármuni til nýsköpunar, því nýsköpun er það mikilvægasta núna fyrir framtíð landsins til að auka fjölbreytni í atvinnu vítt og breitt um landið.