Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu.

26. mál
[16:40]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þóttist nú vita með meginregluna að það væri eitthvað svona. Gott og vel, ég fellst alveg á það. En nú þykist ég vita að vindurinn er ekki orðinn þjóðareign, a.m.k. ekki enn þá og ég vona að það verði aldrei. (Gripið fram í.)Ég vona að einhverjar þjóðir þar sem lægðirnar myndast geri ekki lægðirnar að þjóðareign og rukki okkur svo þegar þær koma hingað yfir.

Ég er bara að velta fyrir mér því að nú eru vindmyllur, vindraforka á vegum Landsvirkjunar: Er eitthvert auðlindagjald á Landsvirkjun fyrir nýtingu á þeim vindorkuverum? Ég hef efasemdir um það en hv. þingmaður kannski upplýsir um það.