Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu.

26. mál
[16:55]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að minn flokkur er ekkert sérstaklega spenntur fyrir skattahækkunum en hann hefur látið teyma sig í það samt. [Hlátur í þingsal.] Það er nefnilega dýrt að vera með ykkur, hv. þingmaður. Vissulega, alveg eins og við sjáum með sjávarútveginn, að þegar breytingin varð á kvótakerfinu þá auðvitað var hann svo veikur, sjávarútvegurinn, að það var eiginlega ekkert spurning um eitthvert auðlindagjald eða aukaskatt sem auðlindagjaldið er. Síðan auðvitað verður þetta sterkari grein. Þá kemur fyrst bara almennt lítið auðlindagjald og svo kemur sérstakt auðlindagjald, bara eftir því hvernig sjávarútvegur hefur þróast. Hann er miklu sterkari, hann getur borgað hærri skatta. Þess vegna samþykkti minn flokkur að setja þarna aukaskatta, þ.e. veiðigjaldið, almenna og sérstaka veiðigjaldið, og það er aflagjald og ýmis gjöld. Vissulega eru stór fyrirtæki í sjávarútvegi og öflug sem gætu borgað meiri skatt (Forseti hringir.) en flest þeirra geta það ekki.