Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu.

26. mál
[17:08]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það eru til ýmsar leiðir til skattlagningar. Stjórnmálamenn hafa verið mjög hugmyndaríkir þegar kemur að því. Það sem ég er að reyna að vara við í þessu máli er að þetta byrjaði á sínum tíma auðvitað með fiskinn í sjónum sem, náttúrlega bara eins og önnur dýr, á sig sjálfur en við getum nýtt hann hér af því að hann er hjá okkur, alveg eins og við nýtum farfuglana og gæsirnar og allt þetta dótarí. Þá kom þessi hugmynd um sameign þjóðarinnar fyrst fram til að tryggja að útgerðarmenn myndu ekki mynda einhvern eignarrétt. Svo fara menn bara að útvíkka það. Vindurinn — súrefnið er nú í vindinum líka, við getum tvískattlagt það kannski. Svona gengur þetta koll af kolli. Mér er alveg sama í sjálfu sér hvernig menn skattleggja hlutina. (Gripið fram í: En kolefnisstyrkir?) Já, já, súrefni verður til þannig. Við getum farið þá leið að gefa út einhverja kolefnisstyrki til að geta síðan skattlagt súrefnið. Það er mjög gott, ekkert verra en hver önnur hugmynd.