Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

[17:21]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er alveg sama hversu oft hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson biðlar til mín um að greiða atkvæði með þessu þá mun ég ekki gera það. Það er bara einföld ástæða. Lögin eru alveg skýr hvað þetta atriði varðar. Þingskapalögin eru algjörlega skýr með það. Þess vegna biðla ég nú bara til þingmanna almennt að fara eftir lögunum, ekki eftir eigin réttlæti eða eigin sjónarmiðum eða hvernig mönnum finnst að það eigi að vera. Það er miklu meiri bragur á því. Svo getum við rætt allt hitt málið sem menn eru að fjalla hér mest um sem varðar ekki þessar fyrirspurnir. Það er önnur umræða. Förum bara að lögum í þessu.