154. löggjafarþing — 1. fundur,  12. sept. 2023.

afsal þingmennsku.

[15:37]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta barst þann 4. september síðastliðinn bréf frá Helgu Völu Helgadóttur, 4. þm. Reykv. n., þar sem hún segir af sér þingmennsku frá og með þeim degi. Bréfið er svohljóðandi:

„Með bréfi þessu tilkynni ég virðulegu Alþingi að ég mun frá og með deginum í dag segja af mér þingmennsku sem 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Virðingarfyllst, Helga Vala Helgadóttir.“

Við þingmennskuafsal Helgu Völu Helgadóttur tekur Dagbjört Hákonardóttir sæti hennar á Alþingi og verður 11. þm. Reykv. n. en Jóhann Páll Jóhannsson verður 4. þm. kjördæmisins. Dagbjört Hákonardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Ég vil að þessu tilefni að sjálfsögðu færa Helgu Völu Helgadóttur þakkir fyrir störf hennar á Alþingi á undangengnum árum og ég óska henni fyrir hönd okkar allra, velfarnaðar í þeim störfum sem hún tekur sér fyrir hendur.