154. löggjafarþing — 1. fundur,  12. sept. 2023.

mannabreytingar í nefndum.

[15:39]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf, dagsett 5. september síðastliðinn, frá formanni þingflokks Pírata um mannabreytingar í nefndum þingsins, sbr. 16. gr. þingskapa: Halldóra Mogensen tekur sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur en Arndís Anna verður varamaður í sömu nefnd í stað Halldóru Mogensen. Þá mun Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir taka sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Halldóru Mogensen en Halldóra Mogensen verður varamaður í stað Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í sömu nefnd. Að lokum mun Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir taka sæti sem aðalmaður í Þingmannanefnd EFTA og EES í stað Gísla Rafns Ólafssonar en hann verður varamaður í stað Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur í sömu nefnd.

Þessar mannabreytingar skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.