154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

lengd þingfundar.

[09:06]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Atkvæðagreiðslukerfið okkar er eitthvað stirt eftir sumarið. Forseti hyggst þá láta atkvæðagreiðslu fara fram með handauppréttingu. Tillagan sem fyrir liggur er að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um. Þeir sem eru því samþykkir gefi merki. Þeir sem eru því andvígir rétti upp hönd. — Það er samþykkt með 31 atkvæði að þingfundur geti staðið lengur en þingsköp kveða á um og verður þá við það haldið.