154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:14]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Hv. þingmaður er kunnur fyrir einmitt þetta, að ræða kostnaðarmat og kostnaðar- og ábatagreiningar og slíkt. Það er alveg rétt að ef við skoðum þetta sögulega þá væri áhugavert að skoða bara fjárlögin í töluvert langan tíma. Það er oft farið, eða örugglega oftast nær ef við myndum skoða þetta með varfærnum hætti, í málin, í hvernig afkoman er metin og slíkt. En þetta er mögulega staðurinn til að fara með vönduðum hætti um mál og við getum verið sammála um að það hefur oft vantað töluvert upp á að kostnaðarmat í löggjöfinni, í frumvörpum og öðru, hafi komið nægilega vel út sögulega miðað við lögin sem eru samþykkt. Í gegnum lög um opinber fjármál þá erum við eitthvað að reyna að bæta þetta. Ég tek undir það, maður hefur oft gert athugasemdir við hagspár og annað, að þriðja og fjórða, eða fjórða og fimmta a.m.k., jafnvel þriðja, eru eiginlega alltaf þessi 2,4% í hagvöxt. Þessi leitni kemur oft fram þar. Það er örugglega bara mjög erfitt að spá fyrir um hagvöxt og annað í þessu umhverfi. Íslenska hagkerfið er ótrúlega þróttmikið miðað við það sem við erum að sjá t.d. í Evrópu. Ég sagði frá því í minni ræðu að það hefur fjölgað í Evrópu um 2% frá aldamótum en 41% á Íslandi. (Gripið fram í.) Síðustu 18 mánuði fjölgaði um 1.000 manns á mánuði í landinu. Ef það er ekki eitthvað sem getur bjagað myndina — þrýstingur, hagvöxtur og allt sem er í gangi — þetta er á allt öðrum stað en við þekkjum í nágrannalöndunum á svo mörgum sviðum. (Forseti hringir.) Þannig að þetta verður allt örugglega mjög erfitt út frá þessum efnahagsmálum.