154. löggjafarþing — 8. fundur,  21. sept. 2023.

sameining MA og VMA.

[10:53]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Það er enginn asi á þeim sem hér stendur nema þá gagnvart því verkefni sem við höfum þegar kemur að þeim nemendum sem við þurfum að taka betur utan um í framhaldsskólakerfinu vegna þess að það er að gerast gríðarlega hratt, miklu hraðar heldur en oft áður. Sá fjöldi nemenda sem er að koma af erlendum uppruna inn í menntakerfið — við verðum að grípa hann betur. Það fjölgar í þeim hópi sem ekki er í framhaldsskóla og ekki er á vinnumarkaði, kallast NEET-hópurinn, og til þess að framhaldsskólinn geti tekið betur utan um þann hóp þá þarf að efla hann til þess, að hann hafi afl og kraft til þess. Það sama á við um nemendur í starfsnámi þar sem hundruð hafa ekki komist inn á undanförnum árum og við erum með aðgerðir núna til að byggja við alla verkmenntaskóla. En við þurfum líka að hafa svigrúm til að taka nemendur inn vegna þess að það eru dýrari nemendur í kerfinu, það er dýrara hvert námsígildi þar og við verðum að hafa svigrúm til að mæta því. Það eru hinar (Forseti hringir.) lögbundnu skyldur framhaldsskólakerfisins og þar verðum við að hafa dálítinn asa á vegna þess að tíminn líður mjög hratt. Og, já, af því að þingmaðurinn gerir svona (Forseti hringir.) og spyr um seðla: Við þurfum annaðhvort aukið fjármagn inn í kerfið til næstu ára eða mæta því innan frá en líklega getum við gert hvort tveggja.