154. löggjafarþing — 9. fundur,  26. sept. 2023.

niðurstöður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um athugun Samkeppniseftirlitsins.

[13:53]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Eins og hv. þingmaður veit mætavel gilda sérstök lög um Samkeppniseftirlitið og þar er kveðið á um mikið sjálfstæði þess og eftirlitshlutverkið er hjá stjórninni.

Hv. þingmaður spyr út í einstakar spurningar sem Samkeppniseftirlitið leggur fyrir sjávarútvegsfyrirtækin. Ég ætla ekki að leggja dóm á það nema ég sé búin að skoða það mjög gaumgæfilega hvort þessar spurningar eigi rétt á sér. Hins vegar er alveg ljóst að Samkeppniseftirlitið gat ekki beitt þeim dagsektum sem það setti á fyrirtækin og Samkeppniseftirlitið er að virða það og það er stjórnar Samkeppniseftirlitsins að fjalla um þessi mál með ítarlegri hætti.