154. löggjafarþing — 9. fundur,  26. sept. 2023.

Ellilífeyrir og kjaragliðnun.

[14:00]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Þær hækkanir sem urðu um mitt ár í fyrra — þegar fjárlagafrumvarpið í fyrra var lagt fram var gert ráð fyrir ákveðnum hækkunum sem bættust þar ofan á og síðan við 2. umræðu komu fram frekari hækkanir einmitt til að tryggja að þetta myndi halda í við verðlag. Það er hins vegar alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að það hefur dregið á milli hvað varðar lægstu laun vegna þess að þar hafa orðið krónutöluhækkanir (Gripið fram í.) og þess vegna er það auðvitað verkefni að horfa sérstaklega til þeirra sem minnst hafa í þessu kerfi. En ég vil ítreka það að í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa orðið hækkanir og breytingar á ellilífeyriskerfinu, sem komu reyndar til fyrir þá ríkisstjórn, sem hafa skipt þennan hóp mjög miklu máli. Það þýðir hins vegar ekki að við eigum ekki að gera betur, sérstaklega við þau sem eru allra neðst í greiðslum frá ríkinu og það stendur yfir vinna við að móta tillögur þar að lútandi.