154. löggjafarþing — 9. fundur,  26. sept. 2023.

skipulagslög.

183. mál
[16:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Tvær einfaldar spurningar. Í fyrsta lagi: Væri ekki eðlilegt að sleppa þakinu þannig að sveitarfélög gætu í rauninni skilgreint hærra hlutfall ef þau vildu til að byrja með? Og í öðru lagi: Hvernig væri að setja lágmark líka? Kannski að lágmarkið væri 5% eða eitthvað því um líkt?