154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

bann við hvalveiðum.

99. mál
[11:08]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Tvær tillögur um nefnd hafa komið fram. Önnur er tillaga forseta, Birgis Ármannssonar, um að málinu verði vísað til hv. atvinnuveganefndar. Hin tillagan er tillaga flutningsmanns málsins, hv. 10. þm. Reykv. n., Andrésar Inga Jónssonar, um að málinu verði vísað til hv. umhverfis- og samgöngunefndar. Samkvæmt venju verður fyrst borin upp tillaga forseta um að málinu verði vísað til atvinnuveganefndar. Verði hún samþykkt kemur hin tillagan ekki til atkvæða.