154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

bann við hvalveiðum.

99. mál
[11:19]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Jú, lögum er einmitt hægt að breyta. Með þessu frumvarpi stendur til að viðurkenna að það að vernda hvali er umhverfismál, mjög mikilvægt sjálfbærni- og umhverfismál. Þar af leiðandi á þetta heima í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er bara augljóst, virðulegi forseti. Það er ekki skýrt af þingskapalögum að eitthvað annað eigi við heldur en nákvæmlega það markmið sem við viljum ná með þessu frumvarpi og það eru umhverfismarkmið, það eru sjálfbærnimarkmið. Það á heima í annarri nefnd en atvinnuveganefnd, burt séð frá því hvort það séu til einhver lög um hvalveiðar eða ekki og einmitt það; það má breyta atvinnugreinum með löggjöf, það má breyta heimildum fólks til að stunda ákveðna atvinnu með löggjöf. Það er nú það eina sem við erum að leggja til hér. En það er á forsendum umhverfisverndar og þar af leiðandi á þetta heima í nefndinni sem fer með umhverfismál.