154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

Mannréttindastofnun Íslands.

239. mál
[11:42]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þessar tvær spurningar. Það er alltaf álitamál hvaða félagasamtök eigi að eiga fasta fulltrúa inni í ráðgjafarnefndinni þannig að það má segja að það sé kannski engin ein kórrétt lending í því. Ég hvet hv. nefnd til að fara vel yfir það og heyra í þessum félagasamtökum. Þetta var okkar lending þar sem við vorum að reyna að endurspegla breidd en þau sjónarmið sem hv. þingmaður viðrar hér í ræðustól eiga auðvitað fullan rétt á sér í því. Hvað varðar stöðu persónulegra talsmanna þá stendur yfir kortlagning á henni í samráði við viðeigandi fagráðuneyti þannig að þau mál eru til skoðunar.