154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

almannatryggingar.

111. mál
[16:39]
Horfa

Flm. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Herra forseti. Margar tölur þarna. Dálkurinn Kjaragliðnun örorkulífeyris segir til um kjaragliðnunina á árinu, þ.e. allar tölurnar sem eru þarna í mínus: 1998, 2000, 2002, 2009, 2012, 2017, það er þar sem örorkulífeyrir hækkaði meira en launaþróun og verðbólga. Uppsafnaða kjaragliðnunin er í rauninni frá því núna. Miðað við hvernig staðan er núna, ef annaðhvort launaþróun eða vísitölu frá 1997 hefði verið fylgt, þ.e. lágmarkinu á vísitölu eða launaþróun, þá væri lífeyrir 64% hærri í dag. Árið 2000 eru 156,72%, þ.e. ef fylgt hefði verið launaþróun frá árinu 2000 þá væri lífeyrir í dag 56,72% hærri. Þannig er skilningurinn á þessu. Þannig að miðað við þetta ár, hvað hefur gliðnað um mikið síðan það ár. Ég vona að það skiljist.