154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

lagning heilsársvegar í Árneshrepp.

134. mál
[18:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Já, ég varð var við það að þetta er barnatillaga, ef við höfum það þannig. Þetta er tillaga sem hefur áður verið borin fram. Mér datt líka í hug þegar við vorum í andsvörum orðin pólitískur ómöguleiki. Kannski er það útskýringin á því að það er ekki alltaf hægt að standa við loforð. Það var fyrir kosningarnar 2016 þegar ég veit að tveir flokkar lofuðu því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Svo þegar þeir tveir flokkar komust í ríkisstjórn saman þá var það allt í einu pólitískur ómöguleiki að framkvæma það loforð, loforð sem þeir sjálfir gáfu. Þannig að svarið við því af hverju við getum ekki staðið við gefin loforð finnst mér mjög áhugavert.