154. löggjafarþing — 11. fundur,  9. okt. 2023.

ákvörðun um fordæmingu innrása.

[15:45]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ef ég get bætt einhverju við mitt fyrra svar um það á hverju ég sú yfirlýsing byggir, þá byggir hún á því að við tökum stöðu með alþjóðalögum. Samkvæmt þeim hefur Ísrael rétt og ekki bara rétt heldur beinlínis skyldu til að verja sína borgara, en þær aðgerðir sem í því felast þurfa líka að byggja á alþjóðalögum. Vitanlega þurfa slíkar aðgerðir að vera innan alþjóðalaga og ganga ekki lengra. Það er ekkert nýtt í því að við tölum máli alþjóðalaga, það gerir Ísland alltaf og Ísland talar fyrir því að allar varnaraðgerðir séu sömuleiðis í samræmi við mannúðarrétt. Það er mitt svar til hv. þingmanns: Alþjóðalögin eru skýr og regluverkið er skýrt. Ísraelsmenn hafa rétt til að verja sig og þurfa að gera það innan alþjóðalaga.