154. löggjafarþing — 12. fundur,  10. okt. 2023.

afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[14:14]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni. Stjórnarandstaðan bendir að sjálfsögðu á að við erum búin að vera að segja þetta ansi lengi. Stjórnarflokkarnir eru misduglegir að koma og verja ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn ver að sjálfsögðu sinn mann. Og bara svo það sé alveg á hreinu, hv. þm. Óli Björn Kárason, þá vorum við ekki að segja að hæstv. ráðherra væri vondur, hann væri bara vanhæfur. Það gefur manni kannski svolitla innsýn í það hvernig ástandið er á stjórnarheimilinu akkúrat núna að hinir flokkarnir eru ekki tilbúnir að verja ráðherra jafn hart og Sjálfstæðisflokkurinn. En það er von mín að við öll lærum af þessu og við öll lærum að axla ábyrgð þegar við gerum mistök, af því að við gerum öll mistök. (Forseti hringir.) En það er hvernig við tökum á þeim sem skiptir máli.