154. löggjafarþing — 12. fundur,  10. okt. 2023.

afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[14:16]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Nú er ég kannski sá sem hefur þótt hvað erfiðastur í þessu stjórnarsamstarfi og kemur ekki öllum á óvart. Í tilefni af orðum hv. þingmanns hér áðan þá ætla ég að lýsa þessu yfir: Ríkisstjórnin lifir ágætu lífi. Hún stendur sterkt. Ég styð hana og það verður tekið til óspilltra málanna hér á næstu dögum, vikum og mánuðum, íslensku þjóðinni til heilla. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)