154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[10:53]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Forseti. Hér hafa margir þingmenn komið og talað um hvort við myndum ekki vilja spyrja hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra um eitthvað og vísa til reynslu hans (Gripið fram í.) í embættinu, sem er vissulega löng, mögulega of löng. Hér hafa líka margir þingmenn talað um að hér séu leikrit í gangi. Leikrit eru, eins og kannski margir þekkja, misgóð [Háreysti í þingsal.] og stundum fara menn út í hléi, (Forseti hringir.) sem mér sýnist hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra ætti að gera í þetta skiptið, hann er að stefna hraðbyr út um útgöngudyrnar. En er þá ekki eitthvað skrýtið ef sá hinn sami hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra ætlar síðan bara snara sér beint í miðasöluna og kaupa sér nýjan aðgöngumiða á seinni helminginn af leikritinu? Er það eitthvað sem við erum að horfa á hérna?