154. löggjafarþing — 14. fundur,  12. okt. 2023.

Fátækt og samfélagslegur kostnaður, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[16:51]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kem bara upp til að þakka hæstv. forsætisráðherra andsvarið. Það er auðvitað algjört lykilatriði að sem flest okkar sem erum kosin hingað inn á þessu kjörtímabili búum til jarðveg sem hægt væri að vinna til framtíðar. Ég held að það sé grundvöllur til þess. Auðvitað verður það alltaf eitthvert deiluefni nákvæmlega hvernig eigi að útfæra tilfærslurnar en því fleiri sem ná saman um að setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang, því betur mun okkur ganga með það. Samtalið þarf auðvitað, eins og segir sig sjálft og hæstv. ráðherra nefndi, að vera þverpólitískt, það þarf að byggja á réttum upplýsingum og ekki síður á greiningum sem skila okkur lausnum sem koma þessum sömu börnum og ungmennum til góða.