154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

barnabætur lágtekjufólks.

[15:28]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hæstv. forsætisráðherra að það er mikilvægt að rýna hvers vegna lágtekjuhlutfallið hefur hækkað á vakt ríkisstjórnarinnar síðustu árin. En það er ekki nóg að rýna hlutina og ræða um þá í þjóðhagsráði, það þarf líka að grípa til aðgerða. Hæstv. forsætisráðherra hefur talað mjög mikið undanfarna mánuði um þessar breytingar sem gerðar voru á barnabótakerfinu en nú er að koma á daginn, rétt eins og við í Samfylkingunni bentum á á sínum tíma, að breytingarnar voru svo hóflegar að viðbótin til tekjulægri heimila er strax búin að fuðra upp á verðbólgubálinu. Telur hæstv. forsætisráðherra þessa þróun forsvaranlega og hvers konar skilaboð er það inn í viðkvæmar kjaraviðræður þegar verðbólga er mikil og vextir háir að láta barnabætur tekjulægsta fólksins rýrna? Það er það sem gert er ráð fyrir í þessum fjárlögum. (Forseti hringir.) Er þetta í alvörunni gott veganesti ef ætlunin er að liðka fyrir farsælum langtímasamningum á vinnumarkaði, (Forseti hringir.) eins og hæstv. forsætisráðherra orðaði það svo ágætlega áðan?