154. löggjafarþing — 16. fundur,  17. okt. 2023.

almenn hegningarlög.

229. mál
[15:14]
Horfa

Flm. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki miklu við þetta að bæta en ég ætla þó að ítreka það sem ég sagði áðan, að þetta snýst auðvitað um það líka hver það er sem ákvarðar refsinguna. Við erum með þrískiptingu ríkisvaldsins. Við erum með dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdarvald og það er auðvitað miklu gagnsærra að það sé þá dómsvaldið sem tekur ákvörðun um þetta og að verjendur geti leiðbeint skjólstæðingum sínum um það hvers þeir mega vænta. Það sé ekki háð duttlungum einstaklinga á vegum framkvæmdarvaldsins hvað verður. Ég tek undir aftur, aðalatriðið er að við þróum okkar refsistefnu á þann hátt að hún leiði til betrunar.