154. löggjafarþing — 18. fundur,  19. okt. 2023.

utanríkis- og alþjóðamál.

[10:53]
Horfa

utanríkisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það er kannski bara fyrst um þetta að segja að auðvitað er ástandið á þessu svæði hrein hörmung og við horfum upp á fréttir af meiri háttar flótta, sem sagt hundruð þúsunda á flótta, og ástandið í suðurhlutanum er orðið svakalegt. Myndir sem berast þaðan af fólki á götum úti sem hvergi á húsaskjól í íbúðarhúsum, kannski tugir manna samankomnir í einni íbúð sem er ætluð fyrir 6–8 o.s.frv. Þetta er auðvitað svakalegt ástand og vel skiljanlegt sem hv. þingmaður segir hér að finna þurfi leiðir til þess að flóttamenn geti leitað skjóls annað. (Forseti hringir.) Um það snúast samskiptin sem eiga sér stað um þessar mundir, að það sé látið reyna á vilja annarra til að létta undir vegna þess hörmulega ástands sem þarna er.