154. löggjafarþing — 19. fundur,  24. okt. 2023.

stefna og aðgerðir í fíknimálum.

[14:09]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir til hv. þm. Sigmars Guðmundssonar. Ég get alveg svarað því að við erum að setja aukinn kraft í að útfæra stefnu og samhliða að klára þetta stöðumat, af því að hv. þingmaður fór ágætlega yfir sviðið. Varðandi fíknivaktina sem tæki og hvernig það yrði útfært — sú hugmynd verður tekin inn í þessa umræðu, alveg örugglega. Ég vil líka segja að eftir að hafa — af því að hv. þingmaður fór hér yfir hvað er í boði. Það er nú einu sinni þannig að þetta þarf svolítið að vera á þessum félagslegu — eða á forsendum sjúklings og það gerist allt of oft að afeitrunarpláss eru ekki til staðar þegar mest á reynir, of oft, stundum.

Svo hef ég líka — af því við erum að gera ágætishluti á fíknigeðdeild LSH. Þar er samstarf á milli Vogs og þessara staða sem hv. þingmaður fór hérna yfir. (Forseti hringir.) En þar finnst mér líka vanta aðeins þéttara net utan um fólk. (Forseti hringir.) Þegar það er búið að fá þessa þjónustu inni á spítala þarf eitthvað að taka við. Þannig að það eru svona atriði þar sem við verðum líka að vera svolítið fljót að þétta í götin.