154. löggjafarþing — 22. fundur,  6. nóv. 2023.

varamenn taka þingsæti.

[15:10]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Vilhjálmur Árnason verði fjarverandi á næstunni og frá varaformanni þingflokks Flokks fólksins um að Guðmundur Ingi Kristinsson muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði fjarverandi á næstunni. Þá hafa borist bréf frá Birni Leví Gunnarssyni og Hönnu Katrínu Friðriksson um að þau verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Björgvin Jóhannesson, 2. varamaður á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, Sigurður Tyrfingsson, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, 1. varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, Halldór Auðar Svansson, og 1. varamaður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, Daði Már Kristófersson.

Björgvin Jóhannesson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Halldór Auðar Svansson og Daði Már Kristófersson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.

Landskjörstjórn hefur gefið út tilkynningu á grundvelli 1. mgr. 113. gr. kosningalaga til Sigurðar Tyrfingssonar. Jafnframt hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundað til þess að fjalla um kosningu og kjörgengi hans.