154. löggjafarþing — 23. fundur,  6. nóv. 2023.

úthlutun byggðakvóta.

265. mál
[16:38]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Gísli Rafn Ólafsson) (P):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Já, það hafa sennilega fáir talað fallega um byggðakvótann, ég held að það sé mjög rétt hjá hæstv. ráðherra. Þess skal einnig getið að á vorþingi var samþykkt skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðunar sem vonandi kemur bráðum frá þeim. Þeir hafa reyndar verið mjög uppteknir við ýmislegt annað sem ríkisstjórnin hefur verið að gera, en það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því. Það kemur ekki á óvart að SFS hafi lagt til að þetta yrði bara ekki notað lengur. Þeir lögðu líka til að leggja niður allar strandveiðar vegna þess að það væri miklu hagkvæmara að vera með einn bát sem myndi bara veiða það allt saman.

En mig langaði að heyra kannski í seinna svari hæstv. ráðherra hvernig hún telur að hægt sé að tryggja það að sú aðferð að leigja út kvótann, innviðaleið ef ég man rétt, þýði ekki einfaldlega að kvótinn verði bara leigður út til þessa 50 stóru aðila sem þegar eiga 50% af kvótanum og kvótinn endi þá bara eins og SFS vill, í einhverju einu skipi að veiða allt sem annars hefði verið veitt annars staðar og þá kannski bara losa þá við strandveiðarnar í leiðinni, ég veit það ekki.